Dagur 12
21.1.2008 | 14:26
jæja þá er kominn dagur 12 og ég fékk hálfgerða martröð í nótt.
Mig dreymdi að ég væri að háma í mig kúlusúkk og væri búin að fylla alla vasa af því þannig að ég myndi eiga nóg hehe og ég hugsaði alltaf í draumnum að núna væri ég fallinn.
En svo vaknaði ég með svo mikla skömm yfir að hafa hámað allt kúlusúkkið í mig að ég var á bömmer.
En svo fattaði ég sem betur fer að þetta var bara draumur og fór og vigtaði og mæli morgunmatinn minn hehe
Athugasemdir
Til lukku með dagana 12. Ekki góður draumur þetta. Ég hef fengið svona drauma, hræðilegir. En það er svo gott þegar maður nær stírunum úr augunum og fattar að þetta var bara draumur og maur getur rifið sig framúr og viktað matinn sinn. Vona að ég sjái þig á eftir.
Helga Dóra, 21.1.2008 kl. 19:40
Þegar ég var í meðferð í gamla daga og var að dreyma fyllerísdrauma, sagði ráðgjafinn mér að þetta væri undirmeðvitundin að hreinsa sig af ruglinu, ég keypti þá útskýringu og finnst hún góð, ég lenti líka í þessu í upphafi fráhaldsins.
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 21.1.2008 kl. 20:38
já það meikar sense að þetta sé hreinsun ég ætla allavega að halda í það hehe.
Hafrún Kr., 22.1.2008 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.