Færsluflokkur: Bloggar

Komin heim:)

Ég ætlaði að láta ykkur vita að ég er komin heim kom heim í gærkvöldi var svo búin á því af þreytu að ég fór liggum við bara beint inn í rúm að sofa (með smá stoppi til að knúsa dóttur mína svo söng hún mömmu sína í svefn)

Ég fékk hátt í 6 lítra af vökva í æð.
Og þetta er allt annað ég vaknaði áðan bara hress og er búin að fara í sturtu og vá hvað það var gott að geta farið einn í sturtu og þrifið sig almennilega án þess að svima og vera við það að detta niður.

En járnið mitt og blóðið er í fínu standi þannig þetta var bara vökvaskortur fékk ógleðilyf með mér heim ég vil samt ekki nota það ef ég þarf þess ekki tek það aðalega fyrir máltíðir til að halda þeim niðri.

Fékk (heimtaði) að fara í sónar áður en ég fór heim og þar var þessi æðislegi hjartsláttur og allt í góðu standi. Ég nefnilega neitaði að fara heim fyrr en ég vissi að allt væri í lagi með fóstrið.

já en vá hvað það munar rosalega um þennan vökva.

En ég er þakklát fyrir hvað starfsfólkið á meðgöngudeildinni er æðislegt. Þau vildu allt fyrir mig gera.

Svo var ég það heppin að bæði meðgöngudeildini og sængurkvennadeildin eru með sama matsal og þegar matartíminn var þá sá ég nýbakaðar mæður með nýfæddu börnin og vá hvað þau eru lítil hehe.


Jæja lögð inn á meðgögnudeild.

Já ég fór í blóðprufu í morgun og svo til læknis klukkan 1 og var þaðan send upp á meðgöngudeild og er að fá vökva í æð og það er nú þegar búinn að fara líter inn á æðarnar og svo bíð ég eftir niðurstöðunum úr blóðprufunum hvort ég eigi að fá járn líka.

Ég ligg semsagt núna inn á meðgöngudeild og sem betur fer er nettenging þar inni því afþreyingin er ekki mikil.

Ég vona að ég fái að fara heim sem fyrst. En það þarf fyrst að laga næringarlegu hliðina því ég æli svo svakalega að líkaminn hefur ekkert til að vinna úr því um leið og ég borða þá æli ég og samkvæmt lækninum er það ekki að gera sig.

Er búin að tala við GSA fólk um fundinn í kvöld þar sem ég kemst klárlega ekki og þar sem ég er ritari deildarinnar þá sést ef ég er ekki og enginn er fyrir mig en ég hringdi bara í GSA konu og við redduðum þessu.

Heyrumst. 


Allt að gerast.

Já á morgun fer ég í blóðprufu þarf að fasta fyrir hana sem betur fer er hún 09:20 og svo fer ég heim og fæ mér morgunmat og svo einfaldlega fer ég aftur til doksa klukkan 13:00 á morgun og fæ þá niðurstöðurnar með járnið. Og vonandi verð ég bara fixuð algjörlega á morgun :)

 


Gjörsamlega búin á því og get varla mikið meir.

Ég er gjörsamlega búin á því og ég get ekki meir.
Ég hef enga orku og ef ég stend í meira en nokkrar sekundur þá líður yfir mig.
Ég tek járn og borða grænt grænmeti í tonnatali óg það er mjög járnríkt fæði sem ég borða en nei ekkert gerist.
Ég kemst ekki í sturtu því ég get ekki staðið í sturtunni.
ég fer til læknis á þriðjudaginn og er svo hrædd um að hún leyfi mér ekki að fá járn í æð.
Ég er að gefast upp ég get þetta ekki svona.
Eina sem ég geri allan daginn er að sofa og borða því ég hef ekki orku í meira.
Ég elda ekki einu sinni matinn þannig að eina sem ég geri er að éta hann.                                    

Maðurinn minn eldar og vigtar matinn minn.

Vantar smá pepp.

Ég var svona líka þegar ég var ófrísk af Evu Rut nema þá var ég ekki jafn slæm.

Varð að pústa smá. 


Dagur 114.

Já vissuð þið að það er hægt að skipuleggja lífið?

Já ég er að gera það núna og vá hvað það er skrýtið.

Ég tek matinn bara einn dag í einu en er að gera langtímaplön með annað.

Ég er snillingur í að gera plön og svoleiðis en aldrei getað staðið við þau því ég hef verið að éta non stop. En ég er búin að prófa einn mánuð samkvæmt planinu og vá það virkaði. Tek það skýrt fram að ég er að tala um plön um allt annað en matinn minn.

Ég segi að Guð, GSA og Ég séum alveg að virka saman hehe. 

Jæja á morgunn er karlinn búinn að fylgja GSA mataræðinu í gegnum mig í mánuð og þá ætla ég að láta hann vikta sig hehe. Hvernig getur maður verið svona spenntur yfir annara manna viktunartölum. 


dagur 112 semsagt neyðartalan.

Já ég er á degi 112 og ég er hætt að vera svona svakalega flökurt eins og er en í staðin hnýg ég niður hvar sem ég stend.

Ég á læknatíma á þriðjudaginn en ég var líka svona þegar ég var ólétt af Evu Rut hneig niður hvar sem er.

Ég tek járn og vítamín og geri allt sem á að gera borða grænt grænmeti í tonnatali (samkvæmt vigtinni) 

En já áður en ég hníg niður þá verður allt snögglega svart og svo er ég bara allt í einu í gólfinu.

En ég vigta og mæli matinn minn og er mjög bjartsýn á framhaldið.

 


Snilld.

Eva Rut dóttir mín er 6 ára og hótaði að flytja af heiman í gær.

Já held hún sé smá dramadrottning eins og mamma sín hehe.

Hún semsagt ákvað að flytja af heiman vegna þess að hún mátti bara vera úti til 8 í gærlvöldi en sko allir hinir máttu vera mikið lengur úti.

Pabbi hennar tók þessu bara mjög vel.

En svo hætti hún við og kom fram á náttfötunum og þá fór pabbi hennar að spyrja hana hvenar hún færi því hann væri búinn að leigja út herbergið hennar.

En sem betur fer komust þau að niðurstöðu og hún semsagt ætlar ekki að flytja af heiman fyrr en hún er fullorðinn og pabbi hennar hætti við að leigja út herbergið hehe.

Þannig við erum ennþá 3 á heimilinu.


úff húðin mín.

Mér líður svo krumpuð og eldgömul þegar ég skoða húðina mína núna það vantar alveg fyllinguna í hana sumstaðar.

Og þegar ég ligg út af þá líður mér eins og upplásin blaðra sem hefur gleymst og er orðin smá loftlaus og krumpuð. 

og ég á meira en helminginn eftir af kílóunum til að missa vá hvað ég verð bara gangandi húð.

Allt í lagi þá fæ ég kanski ekki slit á magann þegar kúlan kemur.

Verður maður ekki að vera bjartsýnn. 


Sporin stórmerkilegur andskoti.

Ég er svo mikill lúði að ég er búin að tala við sponsorinn minn fyrir löngu með sporin og er alltaf á leiðinni að ná í lesefni til hennar en vá hvað ég er skíthrædd við þetta.

Já ég er skíthrædd við að ég geti orðið eins og hinar í GSA sem eru bara rólegar og lífið bara virkar.

Sko ég er ein af þeim sem vel alltaf erfiðistu leiðina og ef það er til erfiðari leið og ég valdi hana ekki þá vissi ég ekki af henni en án efa myndi ég prófa hana líka.

Já þetta er stórmerkilegt hvað maður getur talið sér trú um hehe.

En bara að segja ykkur afhverju ég er ennþá vakandi þá er ég það heppin að núna í kvöld frá 23:00 var mér bara ekkert flökurt og er enn laus við það.

Ég bara sit og nýt þess í botn.

Verð reyndar að fara að sofa mjög fljótlega þar sem ég þarf að vakna á morgun. 


Dagur 108.

já það er kominn dagur 108.

Besti vinur minn þessa dagana er klósettskálin en hún virðist ekki skilja að ég er ekki jafn hryfin af henni og hún af mér.

Flökurleikinn virðist heldur ekki vera að skilja að allt hefur sín takmörk og 24/7 er ekki að gera sig.

En nnars er þetta búinn að vera ágætisdagur.

Afarnir komu og tóku heimasætuna á bænum með sér á fjölskyldudag í leikskólanum og svo niður í Grasagarð og Húsdýragarðinn Þetta virðist hafa heppnast mjög vel hjá þeim þar sem heimasætan er í skýunum eftir ferðina hehe.

Ég fór aftur á móti í Grafarvogskirkju og hlustaði á kórinn Þresti syngja þar sem annar pabbi minn syngur og gerir bara ljómandi vel. 

Já núna er bara fjölskyldumyndin á stöð 2 og við erum öll að horfa og ég með tölvuna í fanginu. 

Bið að heilsa öllum. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband