Hvernig er það hægt?
24.4.2008 | 20:05
Hvernig í ósköpunum komast 2 fullorðnir aðilar saman í venjulegt baðkar?
Ég kemst varla ein fyrir í baðkarinu til að fara í bað og þá er meira af mér en vatninu.
Þetta er mér óskyljanlegt hvernig 2 fullorðnir aðilar geti farið saman í bað í venjulegu baðkari.
Já var að horfa á þátt sem var talað um hvað það væri kósy að fara 2 saman í bað og baðkarið þeirra var bara svipað og mitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Dagur 105 og núna veit ég fullkomlega að ég er hömlulaus ofæta hehe.
23.4.2008 | 17:39
Já dagur 105 í dag jibbý.
Mig dreymdi svo innilega mikið það var allt í einu búið að gjörbreyta Gráu síðunni.
Í draumnum fórum ég og ein önnur úr GSA í búðina og hún var að sýna mér hvað ég gæti fengið mér og hún tók upp svona stóran doritos poka og í honum var líka svona súkkulaði bombur með lakkrís inn í og hún var svo á því að þetta mætti og ég keypti pokann og einn svona poki sko humangus með bæði doritosi og lakkrísbombum var ein máltíð hehe.
Svo í endann var ég farin að elda hrísgrjón með matnum og allt eftir þessu en í draumnum var ég samt 100% að fylgja Gráu síðunni.
En hvernig getur maður neitað því að maður sé hömlulaus ofæta þegar mann dreymir matinn sem maður má ekki fá?
Ekki það að ég sakni hans einhvað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Dagur 103 og 12 ár síðan ég fermdist.
21.4.2008 | 15:44
Já í dag eru 12 ár síðan ég fermdist og þeim degi mun ég seint gleyma ég var í upphlut á fermingardaginn og ég var það grönn á þeim tíma að ég var með handklæði inn á mér í upphlutnum og vá hvað ég man eftir hvað upphluturinn var þungur.
Og auðvitað fékk ég matarveislu mamma leyfði mér að velja hvort ég vildi kökur eða mat.
já ég fermdist 21 apríl 1996 í Grafarvogskirkju minnir að það hafi verið um hálf 2 sem athöfnin byrjaði.
En að hugsa um það að Dóttir mín fermist eftir 8 ár það finst mér stórmerkilegt.
Er einmitt búin að vera að pæla í litlu gelgjunni minni sem er að fara yfirum þessa dagana hvernig hún verður þegar hún byrjar í skólanum í haust.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fólk sem veit allt.
19.4.2008 | 19:19
já ég er búin að hitta fólksem veit allt.
Og segir mér að það sé bara rugl að vera í GSA því þetta sé bara sjálfsagi.
Hafrún þú færð þér bara einu sinni á diskinn og bara hollt (aha)
Þú verður ekkert alla ævi í GSA og er byrjað að sannfæra mig um að fara að éta hömlulaust aftur en bara nota sjálfsagann.
Það er eins og að enginn nái því að ég er hömlulaus ofæta.
Það munaði millimetra að það hafði náðst að sannfæra mig í dag um að fara bara að éta og hætta í GSA því þegar fólkið í kring um mig er orðið sammála röddunum í hausnum á mér þá er ég komin á svell.
En ég ákvað þá bara að fara heim til mín og elda mér minn æðislega GSA mat.
Því GSA lætur kraftaverkin gerast í mínu lífi.
En best við þetta er að það hefur engin grönn manneskja sagt þetta við mig bara fólk í ofþyngd eins og ég.
það er eins og fólk höndli ekki að maður sé búin að finna leið sem virkar og farin að fá sjáanlegan árangur líkamlega og andlega.
Eruð þið líka að lenda í þessu?
En já bara segja ykkur það að GSA er fyrir mig og ég ætla að vera þar alla ævi en samt taka bara einn dag í einu.
Þið eruð æðisleg og Guð blessi ykkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Dagur 101.
19.4.2008 | 14:26
Já dagur 101 og ég er að horfa á bold halló hvað er með brooke að verða að vera með öllum sem bridget hefur verið með og brooke stingur alltaf undan henni.
Eins og brooke varð einhvern tíman ófrísk eftir fyrrverandi mann bridgetar þegar hún var ennþá með honum.
Svo stakk brooke undan bridget og fékk nick og nick og bridget eru nýbúin að skrifa undir skylnaðarpappírana og núna voru brooke og nick að fara að giftast. Kommon hverskonar þvæla er þetta.
En samt verður maður alltaf að horfa.
hvað haldiði þau eru allavega ekki ennþá búin að gifta sig vegna nektarmyndar af brooke.
kommon ég mndi samt giftast manninum mínum þótt það væri flott nektarmynd af honum um allan bæ þar sem varla neitt sést.
Jæja núna er komin smá von um að þau gifti sig þau allavega eru komin á giftingarstaðinn.
ójá þau eru gift
Hvað ætli þau verði lengi gift?
já ég er smá niðursokkin í bold hehe
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dagur 100
18.4.2008 | 14:06
Já það er dagur 100 haha ég er svo ánægð að vera búin að ná dögunum upp í 3 stafa tölu.
Haha Loksins þegar þyngdin er komin í 2 stafa tölu hehe.
Mig langar að fara út og öskra að ég sé búin að ná 100 dögum.
En hálsbólga og hiti leyfir það ekki alveg hehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dagur 98 og sporavinna að hefjast.
16.4.2008 | 18:25
Já ég er svo heppin að ég er á degi 98 og sporavinnan er að hefjast.
Er þetta ekki ótrúlegt að ég geti þetta?
En skrýtnasta er að ég hef fulla trú á sjálfri mér og ætla að halda ótrauð áfram og njót þess sem lífið hefur að gefa til hins ýtrasta.
Ég er búin að ákveða að vera í fráhaldi alla mína ævi en samt ætla ég að taka bara einn dag í einu.
Ég sit í dag veik heim og karlinn mun sjá um kvöldmatinn og vá hvað ég er þakklát fyrir að eiga æðislegan mann. Hann er gull af manni held að það væru ekki allir karlar sem myndu nenna að elda GSA vænan mat og vigta hann fyrir mig bara af því ég er veik.
Meira segja hann keipti pepsí max handa mér
Ég held bara að lífið gæti ekki verið betra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dagur 96.
14.4.2008 | 16:07
Vissuð þið að lífið getur verið frábært og allt gengið upp.
Ég vissi það ekki fyrir 3 mánuðum að lífið gæti verið svona frábært.
Ég er komin með svo mikla ró að það er æðislegt.
Ég ákveð hvað ég ætla að gera og geri það.
Ég hlakka tilað fara á fund í kvöld það verður æðislegt.
Ég hélt að lífið gæti ekki verið svona gott en það er vissulega hægt og besta er það verður betra með hverjum deginum :)
Guð blessi okkur öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dagur 94.
12.4.2008 | 19:33
jæja ég er svo ánægð með sjálfa mig ég fór í barnaafmæli í dag og sat þar bara með pepsí max og horfði á hina borða jú ég neita því ekki að þetta var frekar erfitt. Og mig langaði rosalega í pitsu og nammi og snakk sem var í boði. En ég náði sem betur fer að átta mig á að GSA er að virka fyrir mig og ég er búin að fá nýtt líf með GSA og kraftaverkin gerast.
Og því ætla ég ekki að fórna fyrir einhvað kolvetni sem boðið er upp á.
Þannig að ég komst í gegnum afmælið og er búin að borða 2 vigtaðar og mældar máltíðir í dag bíð eftir máltíð númer 3 karlinn minn ætlar að elda.
Já lífið er frábært.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dagur 92 og viktunardagur.
10.4.2008 | 13:04
Já þetta gengur sko frá 10 janúar er ég búin að missa 15 kíló :)
ÉG er komin í 2 stafa tölu :)
Ég er komin úr offitu flokknum yfir í ofeldi flokkinn samkvæmt bmi dæminu á doktor.is
Semsagt það er allt að ganga upp.
já ég hef verið að pæla ansi mikið síðustu dagana í þessum guði og fattaði að ég hef haldið því fram að hann sé ekki til síðan hann tók mikilvægustu manneskjuna í mínu lífi árið 2003 en núna er ég að fatta hvernig get ég verið svona reið út í einhvað sem er ekki til?
Semsagt hann hlýtur að vera til því annars gæti ég ekki verið svona reið við hann.
En ég er líka að fatta að Guð og trúin hefur oft bjargað mér áður fyrr.
Þegar ég var lítil stúlka á Ísafirði þá fór ég oft í einhvern söfnuð sem var við hliðin á heimilinu mínu af því mér leið vel þar.
Þegar ég flutti til Reykjavíkur fór ég oft í kirkju og var í kirkjustarfi.
ég var í TTT og æskulýðsfélaginu og varð svo æskulýðsleiðtogi.
Ég segi að ég hefði ekki náð að höndla lífið mitt eins og ég gerði ef ég hefði ekki haft Guð og trúnna á bak við mig.
En svo þegar hann tók ömmu mína 2003 þá bara gaf ég hann algjörlega upp á bátinn því hann hafði gert það versta sem til er og ég er búin að vera svo reið út í guð að ég hef varla farið í kirkju síðan.
En ég er að fatta að ég er að sættast við hann og ég er að fatta að oft í mínum veikindum þá hélt hann á mér áfram og án hans þá væri ég ekki hér.
Ég er bara svo að fatta þetta þessa dagana.
Því ég var að fá fréttir áðan sem eru æðislegar og þið fáið seinna að vita :)
Og án Guðs og GSA þá væri þessar fréttir ekki mögulegar.
Já ég er hamingjusamasta konan í öllum heiminum.
Ps: gleymdi að segja frá því ég er hætt að reykja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)